Góð þátttaka á Mannamóti
Þann 23. janúar s.l. stóðu markaðsstofur landshlutanna í fyrsta sinn fyrir sameiginlegum kynningarfundi ferðaþjónustuaðila af landsbyggðinni undir nafninu Mannamót. Mannamótið var haldið í flugskýli flugfélagsins Ernis frá 12-16, en þar komu saman um 160 öflug fyrirtæki af öllu landinu og kynntu vörur og þjónustu sína. Það voru fulltrúar 15 vestfirskra ferðaþjónustuaðila sem tóku þátt í viðburðinum en gaman var að geta sýnt nokkur af þeim flottu fyrirtækjum sem sinna ferðaþjónustu á Vestfjörðum.
28. janúar 2014