Fara í efni

Ísafjarðarbær leggur fram tillögu um breytt skipulag og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk

Fréttir

Á seinni degi Haustþings Fjórðungssambands Vestfirðinga lagði Ísafjarðabær fram tillögu um að þeir  verði leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks.

Gangi tillagan eftir mun Ísafjarðarbær taka við öllum rekstri málaflokksins með samningum við aðildarsveitarfélögin en metnaður verður lagður í að viðhalda góðri samvinnu, faglegri sýn og að litið verði heildrænt á þjónustu við fatlaða á Vestfjörðum. Því þurfa öll þjónustusvæðin að vinna saman að verðugu markmiði.

Minnisblað um útfærsluna sem og samantekt Ísafjarðarbæjar um málið má finna hérna