Fara í efni

Hér býr líka fólk

Fréttir

Jón Gunnarsson starfandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hélt erindi á öðru haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga. Ræddi hann meðal annars þá nauðsynlegu uppbyggingu innviða sem þarf að eiga sér stað meðal annars í fjarskipta-, samgöngu- og raforkumálum.

Ráðherra ræddi einnig fiskeldi og þá möguleika sem slík matvælaframleiðsla getur haft fyrir svæði eins og Vestfirði. Jafnframt kom ráðherra inn á málefni sveitarfélaga og þá hugmynd að fækka þyrfti verulega sveitarfélögum og gera stærri og sterkari einingar. Er þá horft til þess að 2026 yrði lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags 1000 íbúar. 

 

Erindi ráðherra má finna hérna