Fara í efni

Streymi frá borgarafundi, kynningarglærur og skýrsla KPMG

Fréttir

Streymt verður beint frá borgarafundi í íþróttahúsinu á Torfnesi sem haldinn verður klukkan 14 í dag. Á fundinum verða rædd ein mikilvægustu hagsmunamál fjórðungsins um þessar mundir sem snúast öll um mikilvæga innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Ráðherrar hafa staðfest komu sína til fundarins; forsætisráðherra, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála og ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Kynningarglærur frá erindi Gunnars Tryggvasonar, KPMG og skýrslu KPMG um hagræn áhrif og áhrif á íbúaþróun og skýrsluna sjálfa má finna hér 

 

Streymið er í samstarfi við jakinn.tv og má finna á heimasíðu hans, nánar tiltekið á slóðinni https://jakinn.tv/2017/09/folk-i-fyrirrumi-bein-utsending/