Fara í efni

Hafsjór af hugmyndum - Oddi hf

Nýsköpunarkeppnin Hafsjór af hugmyndum er spennandi tækifæri fyrir frumkvöðla  og háskólanema til að vinna að nýjum hugmyndum sem efla Vestfirskan sjávarútveg.

Fyrsta fyrirtækið sem við kynnum með myndbandi á vegum keppninnar er Oddi hf á Patreksfirði sem var stofnað 1967.  Oddi hefur í áratugi framleitt úrvals saltfisk undir merkinu OPO en á síðari árum hefur áherslan verið meira á frystan og ferskan fisk til útflutnings til Evrópu og Bandaríkjanna. Fyrirtækið hefur fylgst vel með tækniþróun og þróun á mörkuðum til að standast samkeppni á kröfuhörðum alþjóðamörkuðum. Aðalsmerki fyrirtækisins hefur verið hágæðaframleiðsla á fiski og hefur skapað sér sérstöðu á mörkuðum fyrir gæði. 

Oddi hf gegnir mikilvægu hlutverki fyrir samfélagið í Vesturbyggð sem einn af stærri atvinnurekendum bæjarins og styrkir ýmiskonar félagsstarf í sveitafélaginu.

Þetta myndband er kjörið tækifæri til að kynnast því hvað Oddi hf stendur fyrir og vonandi kveikna hugmyndir að spennandi frumkvöðla verkefnum.

Myndband Odda hf:  https://www.youtube.com/watch?v=2lIfuB7Up-A&t=2s

Hér er hægt að kynna sér verkefnið nánar: https://www.vestfirdir.is/is/verkefni/hafsjor-af-hugmyndum

Verkefnið fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði sem hluti af Sóknaráætlun og er unnið í samstarfi við Vestfjarðastofu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.