Fara í efni

Arnarlax - Framleiðslustjóri í laxavinnslu

Störf í boði

Arnarlax leitar eftir líflegum og drífandi einstakling í fjölbreytt starf framleiðslustjóra í laxavinnslu fyrirtækisins á Bíldudal. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi.

Framleiðslustjóri heyrir beint undir framkvæmdastjóra vinnslunnar og hefur meðal annars umsjón með að skipuleggja framleiðsluna, að hún fari fram á sem hagkvæmastan og skilvirkan hátt, ásamt innkaupum og annarri skipulagningu.

 
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með framleiðslu

  • Innkaup

  • Aukning á afköstum

  • Gæðamál í samvinnu við framkvæmdarstjóra og gæðastjóra

  • Skipulagning á flutningum til og frá Bíldudal í samráði við verkstjóra og framkvæmdarstjóra

  • Þjálfun starfsmanna

  • Tímaskráningar

  • Kostnaðaraðhald

 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi

  • Reynsla af verkstjórn er kostur

  • Þekking og reynsla af Innova framleiðslukerfi er kostur

  • Metnaður, frumkvæði, jákvætt viðhorf og skipulagshæfni

  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð

  • Góð enskukunnátta er skilyrði

  • Vandvirkur einstaklingur sem gætir að eigin heilsu og öryggi

 

Sækja um starf