Fara í efni

NORA-styrkir lausir til umsóknar

Fréttir

NORA, Norræna Atlantssamstarfið, styrkir samstarfsverkefni á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, þ.e. Grænlands, Færeyja eða strandhéraða Noregs.
Nú er komið að seinni úthlutun ársins 2019.

Umsóknarfrestur er 7. október 2019.

Þau svið sem helst eru styrkt eru eftirfarandi:

  • Skapandi greinar: Starfsemi sem sprettur úr sköpunargleði, þekkingu og hæfileikum fólks og eflir velferð og eykur atvinnutækifæri.
  • Græn orka: Þróun og innleiðing græna orkulausna til sjós og lands.
  • Lífhagkerfi: Nýsköpunarverkefni sem stuðla að verðmætaaukningu með þróun vannýtts hráefnis, nýrrar verðmætasköpunar og sjálfbærrar matvælaframleiðslu.
  • Sjálfbær ferðaþjónusta: Getur aukið fjölbreytni í viðkvæmum hagkerfum.
  • Upplýsinga- og fjarskiptatækni: Mikilvægur liður í að sigrast á fjarlægðum.
  • Velferðarþjónusta: Samstarf sem tekst á við þær áskoranir sem miklar vegalengdir og skortur á fagfólki skapa.
  • Öryggismál/viðbúnaður á hafi: Vaxandi skipaumferð á Norður-Atlantssvæðinu og Norðurheimskautssvæðinu fylgja nýjar og flóknar áskoranir.

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar upplýsingar