Fara í efni

Matarauður Íslands styður Vestfjarðastofu

Fréttir Westfjords Food

Vestfjarðastofa og Matarauður Íslands, verkefni á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hafa gert með sér samning um eflingu matartengdrar ferðaþjónustu og matarupplifunar á Vestfjörðum.   Samstarfssamningur vegna verkefnisins var undirritaður fimmtudaginn 15. ágúst. 

Með stuðningnum er markmiðið að vinna að þróun matarupplifunar á Hringvegi 2 þar sem markmiðið er að nýta matarauð Vestfjarða, draga fram matarsérkenni svæðisins og byggja upp gæðaímynd um mat á Vestfjörðum. 

Verkefnið er einn þáttur í verkefninu "Westfjords Food" sem er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vestfjarða. 

Verkefnisstjóri verkefnisins er Þórkatla Soffía Ólafsdóttir.