Öll vötn til Dýrafjarðar
Tveir megin drifkraftar í byggðaþróun á Þingeyri; rótgróið og róttækt. Ef samgöngur eru góðar, atvinnulífið öflugt og íbúar kraftmiklir, er samfélaginu á Þingeyri og við Dýrafjörð allir vegir færir. Þetta eru niðurstöður tveggja daga íbúaþings sem haldið var í Félagsheimilinu á Þingeyri helgina 10. – 11. mars síðastliðinn.
14. mars 2018