Fara í efni

Bankastjóri Blábankans

Fréttir Störf í boði

Viltu leiða uppbyggingu og nýsköpun í sjávarþorpi á Vestfjörðum?

  • Sýnir þú frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, sveigjanleika, ert skapandi og hugsar út fyrir boxið?  
  • Áttu auðvelt með uppbyggjandi samskipti á íslensku og ensku og hefur áhuga á að tengja saman fólk og efla samstarf milli hagaðila?  
  • Kanntu að miðla sögum um byggðaþróun, nýsköpun og sjálfbæra lifnaðarhætti?
  • Viltu vinna og búa í fallegu þorpi í nálægð við náttúruna?

Bankastjóri Blábankans

Bankastjóri er forstöðumaður Blábankans á Þingeyri og sér um daglegan rekstur og nýsköpunarverkefni. Þetta er fullt starf sem unnið er undir stjórn Blábankans ses með búsetu á Þingeyri. Blábankinn er ekki fjárhagslegur banki heldur vettvangur fyrir nýsköpun og sjálfbærni á Vestfjörðum. Fólk víða að úr heiminum leggur inn hugmyndir í Blábankann og ávaxtar fyrir sjálft sig, þorpið og heiminn. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Sköpun og verkefnastjórn nýsköpunarverkefna
Umsjón og útleiga á vinnurýmum (co-working space)
Umsjón með þjónustu við íbúa og frumkvöðla á þingeyri
Verkstjórn hlutastarfsmanns
 
Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla af verkefnastjórnun fjölþjóðlegra verkefna.
Færni til að skapa og rækta tengsl við ólíka einstaklinga.
Góð íslensku- og enskukunnátta eru skilyrði.
Sveigjanleiki og framkvæmdagleði og sjálfstæð vinnubrögð.
Þjónustulund og lausnarmiðuð hugsun.
 
Fríðindi í starfi
Á Þingeyri er frábær aðstaða til útivistar, skóli, leikskóli, íþróttamannvirki, félagsheimili, söfn og hina margrómuða sundlaug á Þingeyri, allt í göngufæri. Þá er stutt í fjöruna, til fjalla, á golfvöllinn.
 

Um Blábankann

Blábankinn tók til starfa árið 2017 sem samstarfsverkefni milli einkaaðila, ríkis og sveitarfélags og hefur síðan verið fyrirmynd nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðva á Íslandi. Í Blábankanum er góð vinnuaðstaða og tækifæri til að láta til sín taka við uppbyggingu samfélags. Sjá nánar á blabankinn.is

Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Agnes Arnardóttir í agnes@vestfirdir.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum áhugasama einstaklinga, óháð kyni til að sækja um starfið.