Fara í efni

Yfirhjúkrunarfræðingur á Hólmavík

Störf í boði

Laus er til umsóknar staða yfirhjúkrunarfræðings við Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík. Starfshlutfall 80-100% eða eftir samkomulagi. Staðan er laus - viðkomandi getur hafið störf eftir samkomulagi. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri hjúkrunar og rekstrar. 

Yfirhjúkrunarfræðingur ber ábyrgð á hjúkrunarþjónustu heilsugæslu og hjúkrunardeildar. Starfar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012, lögum um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. 

Helstu verkefni og ábyrgð

Yfirhjúkrunarfræðingur ber faglega og fjárhagslega ábyrgð hjúkrunarþjónustunnar. Skipuleggur og stjórnar allri hjúkrunarþjónustu heilsugæslu og hjúkrunardeildarinnar, ber ábyrgð á að gæði hjúkrunar séu tryggð. Vinnur í nánu samstarfi við aðra starfsmenn á HVE Hólmavík. Starfið er mjög fjölbreytt og gefandi.

Hæfniskröfur

Íslenskt hjúkrunarleyfi. Góð íslenskukunnátta. Lögð er áhersla á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfileika í samskiptum og samvinnu. Æskilegt er að hafa reynslu af hjúkrun á heilsugæslustöð. Stjórnunarreynsla æskileg.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Sækja skal um starf á www.starfatorg.is eða á www.hve.is Umsókn skal fylgja ferilsskrá og starfsleyfi ásamt afritum af námskeiðum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 

Möguleiki er á aðstoð við útvegun húsnæðis. Strandabyggð samanstendur af þéttbýliskjarnanum Hólmavík og sveitunum þar í kring, og er staðsett á Ströndum á Vestfjörðum. Staðsetningin er hérumbil miðja vegu á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Íbúafjöldinn er um 500 manns, en samfélagið eru einkar fjölbreytilegt og afþreying margvísleg. Sauðfjárbúskapur, fiskveiðar og rækjuvinnsla eru á meðal mikilvægra atvinnugreina á Ströndum, en auk þess ýmis þjónusta á borð við verslun, sparisjóð, heilsugæslu, apótek, íþróttamiðstöð og sundlaug, póstþjónustu, gistimöguleika, hvalaskoðun, Orkubú og Vegagerð. Hægt er að finna hin ýmsu skólastig í Strandabyggð, s.s. er leikskóli sem tekur við börnum allt niður í 9 mánaða aldur, grunnskóli, dreifnámsdeild á framhaldsskólastigi, fræðslumiðstöð og háskólasetur. Menningarlíf Strandabyggð eru einkar öflugt, en þar eru m.a. að finna öflug söfn, leikfélag, kórar, skokkhópur og gönguklúbbur, svo fátt eitt sé nefnt. Umhverfið í Strandabyggð er fagurt, loftið heilnæmt og þar er gott að búa!

Starfshlutfall er 80-100%

Umsóknarfrestur er til og með 02.09.2021

Nánari upplýsingar veitir

Jóhann Björn Arngrímsson - johann.arngrimsson@hve.is - 432-1400
Þura Björk Hreinsdóttir - thura.hreinsdottir@hve.is - 432-1000

Smelltu hér til að sækja um starfið