Fara í efni

Starfsmaður í viðhaldsdeild

Störf í boði

Við hjá Arctic Fish ehf. erum að leita að starfsmanni í viðhaldsdeild. Viðkomandi mun heyra undir rekstarstjóra sjódeildar og getur starfsstöðin verið á Ísafirði eða Þingeyri. 

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón, aðstoð og samhæfing með viðhaldi báta, tækja, fóðurpramma félagsins á Vestfjörðum
  • Ábyrgð og utanumhald um lögbundnar skoðanir á búnaði félagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og reynsla sem að nýtist í starfi, t.d vélavarsla, vélstjórn eða sambærilegt
  • Reynsla og þekking úr rafvirkjun og viðhaldi tölvubúnaðar er kostur
  • Góð tölvukunnátta
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og metnaður til að skila góðu starfi
  • Stundvísi, áreiðanleiki og áhugi á verkefninu

Við hvetjum konur jafnt sem karla að sækja um. Umsóknir sendist til Elísabetar Samúelsdóttur mannauðsstjóra á es@afish.is. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Nánari upplýsingar veita Egill Ólafsson rekstrarstjóri í síma 869-0877 eða Elísabet Samúelsdóttir í síma 866-1334