Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til afleysingar á Patreksfirði til 31. ágúst 2026 á legudeild og heilsugæslu. Um er að ræða í 80 til 100% starf.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 300 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Þar af eru rúmlega 40 starfsmenn á Patreksfirði á heilsugæslu, legudeild, endurhæfingu og rekstrardeild. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Störf hjúkrunarfræðinga á Patreksfirði eru fjölbreytt og vinna þeir með breiðum skjólstæðingahópi. Á Patreksfirði vinna hjúkrunarfræðingar saman í öflugu teymi á heilsugæslu og legudeild.
Hæfniskröfur
-
Fullgilt hjúkrunarpróf og íslenskt starfsleyfi
-
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
-
Sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi
-
Faglegur metnaður
-
Ökuréttindi eru nauðsynleg
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun húsnæðis.
Patreksfjörður er mjög fjölskylduvænn staður, þar eru leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli og framhaldsskóli ásamt öflugu íþróttastarfi. Börn hafa mikið frelsi og tækifærin til útivistar eru allt í kring.
Margvísleg starfsemi er á svæðinu og næg atvinnutækifæri fyrir maka.
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.
Starfshlutfall er 80-100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.01.2026
Nánari upplýsingar veitir
Árný Magnúsdóttir
Tölvupóstur: arny.magnusdottir@hvest.is
Hildur Elísabet Pétursdóttir
Tölvupóstur: hildurep@hvest.is