15. janúar 2026
Störf í boði
Orkubú Vestfjarða leitar að vélaverkfræðingi til starfa á aðalskrifstofu Orkubús Vestfjarða á Ísafirði. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á orkumálum og á gott með að vinna hvort sem er sjálfstætt eða í samstarfi við aðra. Viðkomandi mun starfa með öflugu teymi tæknimanna Orkubúsins sem hafa víðtæka reynslu, menntun og þekkingu á uppbyggingu, rekstri og viðhaldi orkukerfa. Fram undan eru stór verkefni sem snúa að uppbyggingu hitaveitna og virkjana.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Verkefnastjórnun.
- Uppfærsla verklýsinga og verkáætlana.
- Minniháttar hönnunarverkefni.
- Samskipti við hönnuði vegna stærri verkefna.
- Vinna við vélateikningar, umsjón og skjölun.
- Samskipti við hönnuði, birgja og verktaka.
- Upplýsinga- og skýrslugjöf.
- Ýmis önnur verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf í vélaverkfræði.
- Framhaldsmenntun er kostur.
- Þekking og reynsla af verkefnastjórnun er kostur.
- Reynsla af verklegum framkvæmdum.
- Þekking og reynsla af notkun CAD-hugbúnaðar.
- Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hópi.
- Jákvæðni og góð færni í mannlegum samskiptum.
- Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti.