Fara í efni

Lögregluvarðstjóri Hólmavík - Lögreglustjórinn á Vestfjörðum.

Störf í boði

Við embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum er laus til umsóknar staða varðstjóra, sem hefur starfsstöð á Hólmavík.  Gert er ráð fyrir að skipað verði í stöðuna 1. október nk. eða eftir samkomulagi.

Umsóknum skal skilað, með bréfpósti, til lögreglustjórans á Vestfjörðum, Hafnarstræti 1, 400 Ísafjörður eða með því að nota meðfylgjandi hlekk.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.  

Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til þess að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð 

Um verksvið og ábyrgð lögregluvarðstjóra er vísað til 10. gr. reglugerðar nr. 1051/2006 um starfsstig innan lögreglu, þar sem fram kemur m.a. að varðstjóri skuli sinna löggæslustörfum og rannsóknum mála.  Hann hefur með höndum vaktstjórn samkvæmt varðskrá og stjórn einstakra verkefna eða hóps lögreglumanna við almenn löggæslustörf. Hann hefur og eftirlit með því að reglum og fyrirmælum sé fylgt.

Hæfniskröfur

Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar.  Umsækjandi skal hafa starfað sem lögreglumaður í að minnsta kosti 2 ár frá því að hann lauk prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómanámi.

Við stöðuveitinguna verður litið til hæfni umsækjanda, starfsaldurs, þekkingar, menntunar, starfsreynslu og kyns.

Góð staðarþekking og stjórnunarreynsla er kostur. Það er litið á það sem kost að viðkomandi hafi búsetu í næsta umhverfi starfsstöðvar.  Færni í mannlegum samskiptum, skipulagshæfileikar, frumkvæði og nákvæmni í vinnubrögðum eru mikilvægir eiginleikar.  

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Landssamband lögreglumanna hafa gert.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 31.08.2021

Nánari upplýsingar veitir

Jónatan Guðbrandsson - Jg02@logreglan.is - 4440433
Hlynur Hafberg Snorrason - hlynur.snorrason@logreglan.is - 4440404

Smelltu hér til að sækja um starfið