Fara í efni

Laus staða lögreglumanns á Patreksfirði - Lögreglan á Vestfjörðum

Störf í boði

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum auglýsir til umsóknar lausa stöðu lögreglumanns við embættið, með aðsetur á Patreksfirði.

Skipað verður í stöðurna frá og með 1. september nk. eða eftir samkomulagi.

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landsambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%. Um er að ræða vaktavinnu auk bakvakta.

Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til þess að sækja um.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun liggur fyrir. Umsóknum skal skilað annað hvort með bréfpósti á skrifstofu lögreglustjórans á Vestfjörðum, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði, eða með því að fylla út umsókn á meðfygjandi hlekk.

Helstu verkefni og ábyrgð

 Um verksvið og ábyrgð lögreglumanns er vísað til 11. gr. reglugerðar nr. 1051/2006 um starfsstig innan lögreglu.

Hæfniskröfur

Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar.  Vakin er athygli á að heimilt er að ráða ófagmenntað fólk til tímabundinna afleysingastarfa ef ekki sækja um fagmenntaðir einstaklingar. 

Færni í mannlegum samskiptum, þjónustulipurð, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að starfa í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð staðarþekking og aukin menntun sem nýtist í starfi er kostur.

Vakin er athygli á því að engann má ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem rýrt getur það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta.  Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá eða málaskrá lögreglu, sbr. 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Landssamband lögreglumanna hafa gert.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 20.08.2021

Nánari upplýsingar veitir

Jónatan Guðbrandsson - Jg02@logreglan.is - 4440433
Hlynur Hafberg Snorrason - hlynur.snorrason@logreglan.is - 4440404