Laus er til umsóknar staða fulltrúa í umboði Tryggingastofnunar ríkisins (TR) og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á skrifstofu embættisins á Ísafirði.
Embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum sinnir ýmsum stjórnsýsluverkefnum á Vestfjörðum sem heyra undir ríkisvaldið. Undir embættið heyra þrjár skrifstofur; á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík. Starfsmenn eru 17 í 14,8 stöðugildum. Verkefni embættisins eru fjölbreytt og áhugaverð og kalla á mikil og góð samskipti við viðskiptavini.
Sýslumenn eru í fremstu röð í stafrænni stjórnsýslu og hafa metnað til að veita skjóta og góða þjónustu.
Hjá embættinu er lagt upp úr góðum starfsanda og vinnuaðstöðu, símenntun og sveigjanleika í starfi.
Nánar má fræðast um embætti sýslumanna á vefnum www.island.is á slóðinni www.syslumenn.is.
Helstu verkefni og ábyrgð
Í starfinu felst að annast samskipti við þá sem þurfa að leita til þessara stofnana, veita þeim upplýsingar, ráðgjöf og aðstoð. Bakvinnsla, ásamt því vinna úr umsóknum og gögnum sem berast.
Starfsmaður er í tíðum samskiptum við TR og SÍ. Starfsmaður lýtur faglegum fyrirmælum þessara stofnana.
Þá leysir starfsmaðurinn af í afgreiðslu sýslumanns og sinnir öðrum tilfallandi verkefnum á öðrum starfssviðum eftir þörfum.
Hæfniskröfur
Stúdentspróf æskilegt. Gerð er krafa um mikla hæfni í mannlegum samskiptum, skipulagshæfni, sjálfstæði, frumkvæði, og góða almenna tölvukunnáttu. Góð íslensku og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli er skilyrði.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Um er að ræða framtíðarstarf.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf ekki síðar en 15. júní nk.
Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.
Með umsókn skal fylgja ferilskrá með upplýsingum um m.a. menntun, fyrri störf og umsagnaraðila, sem og kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.
Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 16.05.2025
Nánari upplýsingar veitir
Jónas B. Guðmundsson, jonas.gudmundsson@syslumenn.is
Sími: 458-2400
Gabríela Aðalbjörnsdóttir, gabriela@syslumenn.is
Sími: 458-2400