05. maí 2025
Fréttir
Næsti fyrirlestur í fyrirlestraröð landshlutasamtakanna Forvitnir frumkvöðlar fer fram í hádeginu 6.maí á netinu. Fyrirlestur mánaðirns ber yfirskriftina Viðskiptaáætlun á mannamáli. Farið verður yfir gerð viðskiptaáætlana og ræðum við um hvað skiptir máli og hvernig viðskiptaáætlun getur sagt sögu verkefnisins. Fyrirlesturinn hentar bæði þeim sem eru að stíga sin fyrstu skref og þeim sem vilja skerpa framsetningu sína. Farið verður yfir hvernig hægt er að nýta sér hin ýmsu tæki og tól til að hjálpa sér við að koma sér af stað.
Fyrirlesari er Magnús Barðdal. Hann hefur mikla þekkingu úr fjármálageiranum ásamt því að hann hefur sjálfur staðið í rekstri þar sem gerð viðskiptaáætlana hefur skipt máli því mun hann leiða okkur í allan sannleikann um hvernig góð viðskiptaáætlun verður til.
Fræðsluhádegi landshlutasamtakanna- Fyrsta þriðjudag hvers mánaðar
Landshlutasamtökin: Austurbrú, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofa standa að mánaðarlegum fræðsluerindum fyrsta þriðjudag í mánuði. Fjölbreytt fræðsla í boði fyrir frumkvöðla og önnur áhugasöm um nýsköpunarsenuna. Fræðsluhádegin eru öllum opin og að kostnaðarlausu!
Erindin verða haldin á Teams og hefjast þau kl.12. Ráðgert að hvert erindi verði ekki lengra en 45 mínútur. Í kjölfar hvers erindis gefst kostur á að leggja fram spurningar. Þetta er næst síðasta erindi vorannarinnar en það síðasta verður 3. júní og snýr að stofnun og rekstri smáfyrirtækja og ólíkum rekstarformum.
Erindin verða haldin á Teams og hefjast þau kl.12. Ráðgert að hvert erindi verði ekki lengra en 45 mínútur. Í kjölfar hvers erindis gefst kostur á að leggja fram spurningar. Þetta er næst síðasta erindi vorannarinnar en það síðasta verður 3. júní og snýr að stofnun og rekstri smáfyrirtækja og ólíkum rekstarformum.
Við höldum svo áfram í september með fleiri spennandi fyrirlestra.
Hvað eru landshlutasamtökin?
Öll sveitarfélög á Íslandi eru aðilar að landshlutasamtökunum, en Landshlutasamtök sveitarfélaga eru hagsmunasamtök sveitarfélaga á tilgreindum starfssvæðum. Meginhlutverk allra landshlutasamtaka er að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum.