Ársfundur Vestfjarðastofu - Frumkvæði og fjárfestingar
Miðvikudaginn 14. maí verður ársfundur Vestfjarðastofu haldinn í Súðavík. Að loknum ársfundi fulltrúaráðs Vestfjarðastofu verður opið málþing þar sem fjallað verður um frumkvæði og fjárfestingar á Vestfjörðum. Frummælandi á málþinginu er Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs og Gylfi Ólafsson stjórnarformaður Vestfjarðastofu mun stýra pallborði sem í verða fulltrúar fyrirtækja sem hafa fjárfest eða hyggjast fjárfesta á Vestfjörðum.
09. maí 2025