Miðvikudaginn 14. maí verður ársfundur fulltrúaráðs Vestfjarðastofu haldinn í Súðavík. Fundarstjóri á ársfundi er Nanný Arna Guðmundsdóttir. Að loknum ársfundi fulltrúaráðs Vestfjarðastofu verður opið málþing þar sem fjallað verður um frumkvæði og fjárfestingar á Vestfjörðum. Frummælandi á málþinginu er Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs og Gylfi Ólafsson stjórnarformaður Vestfjarðastofu mun stýra pallborði sem í verða fulltrúar fyrirtækja sem hafa fjárfest eða hyggjast fjárfesta á Vestfjörðum. Málþingið verður kl. 13-15 í Súðavík og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig.
Dagskrá:
Ársfundur fulltrúaráðs Vestfjarðastofu - Kl. 11:00 - 12:00
Fundarstjóri: Nanný Arna Guðmundsdóttir
- Skýrsla stjórnar - Ársskýrsla Vestfjarðastofu
- Staðfesting ársreiknings - Ársreikningur Vestfjarðastofu 2024
- Fjárhags- og starfsáætlun kynnt
- Breytingar á samþykktum (á ekki við á þessum ársfundi)
- Staðfesting á innri reglum Vestfjarðastofu (á ekki við á þessum ársfundi)
- Kosningar:
- Staðfesting á kjöri stjórnarmanna Sóknarhóps (atvinnulífs- og menningar)
- Kjör nefnda og fagráða (á ekki við á þessum ársfundi)
- Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis
- Kjör starfsháttanefndar
- Ákvörðun um þóknun stjórnar, nefnda og fagráða
- Önnur mál
Hádegisverður (skráning nauðsynleg)
Frumkvæði og fjárfestingar - málþing - kl. 13:00 - 15:00
Frummælandi: Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs
Fjárfestingahik/ fjárfestingastífla - er hún til staðar og hvernig er hægt að losa hana?
Örsögur af fjárfestingum á Vestfjörðum og umræður:
Arctic Fish - Daníel Jakobsson
Kalkþörungaverksmiðjan í Súðavík - Halldór Halldórsson
Hótelbygging á Hólmavík - Friðjón Sigurðsson / Erla Ásgeirsdóttir
Húsnæðisuppbygging og skipulag sveitarfélaga - Jón Páll Hreinsson
Umræðustjóri: Gylfi Ólafsson