Fara í efni

Laust starf - Sérfræðingur umsjónardeild Vestursvæðis

Fréttir Störf í boði

Sérfræðingur umsjónardeild Vestursvæðis

Vegagerðin auglýsir eftir öflugum sérfræðingi á umsjónardeild Vestursvæðis með starfsstöð í Borgarnesi eða Ísafirði.

Um er að ræða fullt starf.

Vinna við verkefnastjórnun í framkvæmdaverkum, umsjón og eftirlit með verkum, verkefni tengd nýframkvæmdum og viðhaldi vega, undirbúningur og áætlana gerð ásamt öðrum tilfallandi verkefnum innan deildarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna við verkefnastjórnun í framkvæmdaverkum.
  • Umsjón og eftirlit með verkum, verkefni tengd nýframkvæmdum og viðhaldi vega, undirbúningur og áætlana gerð ásamt öðrum tilfallandi verkefnum innan deildarinnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun í byggingartæknifræði B.Sc eða byggingarverkfræði M.Sc eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af verkefnastjórnun og/eða vegagerð er æskileg
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
  • Hæfni til að fylgja málum eftir og til að finna bestu lausnir hverju sinni