12 nýsköpunarteymi taka þátt í Startup Landið
Tólf nýsköpunarteymi hvaðanæva af landinu taka nú þátt í viðskiptahraðlinum Startup Landið, sem formlega hófst 18. september. Þetta er í fyrsta sinn sem öll landshlutasamtök utan höfuðborgarsvæðisins sameinast um að standa að sameiginlegum hraðli. Hingað til hafa landshlutasamtökin haldið hraðla í sitthvoru lagi, en nú er kraftur þeirra sameinaður til að skapa metnaðarfullan og öflugan vettvang fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni. Verkefnið fékk styrk úr Lóu sem auðveldar teymunum þátttöku án teljandi kostnaðar.
17. október 2025