Úthlutunarhóf Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða í dag
Úthlutunarhóf Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða verður haldið í dag í húsakynnum Vestfjarðastofu á Ísafirði. Hófið hefst klukkan 16 og vonumst við til að sjá þar sem flesta styrkþega. Veittir verða styrkir vegna verkefna sem koma til framkvæmda árið 2026 og voru umsækjendur upplýstir um styrki í lok síðustu viku.
26. nóvember 2025