Mannamót og Ferðaþjónustuvikan 2026: öflugur vettvangur fyrir samstarf, tengslamyndun og sýnileika Vestfjarða
Mannamót, ein stærsta sameiginlega sýning ferðaþjónustunnar á Íslandi, fór fram í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 15. janúar. Sýningin stóð frá kl. 12 til 17 og gekk í alla staði mjög vel. Alls voru 255 fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar sem kynntu fjölbreytta ferðaþjónustu víðs vegar af landinu. Um 1100 gestir voru skráðir á viðburðinn, svo það var mikill mannfjöldi sem kom saman í Kórnum.
19. janúar 2026