Fara í efni

Verkefnastjóri nýsköpunar og fjárfestinga á Vestfjörðum

Fréttir Störf í boði

Vestfjarðastofa óskar eftir að ráða öflugan verkefnastjóra til starfa. Um nýtt og spennandi verkefni er að ræða sem hefur það að markmiði að auka nýsköpun og laða fjárfestingar til Vestfjarða. Ráðið er í starfið til tveggja ára með möguleika á framlengingu. Starfstöð getur verið á Ísafirði, Hólmavík eða Patreksfirði. 

Umsóknarfrestur er til og með 11. október 2021.

STARFSSVIÐ

 • Mat á hugmyndum um atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum.
 • Markaðssetning Vestfjarða sem fýsilegs fjárfestingarkosts, þ.m.t. gerð kynningarefnis, bein markaðssetning, samskipti við fjárfesta o.fl.
 • Stuðningur við nýsköpun og tækniþróun
 • Samskipti við hagsmunaaðila
 • Samstarf með sveitarfélögum um fjárfestingar

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Framúrskarandi samskiptahæfni, metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Reynsla af fjárfestingum og atvinnuuppbyggingu er kostur
 • Greiningarhæfni
 • Þekking/reynsla af markaðsmálum
 • Reynsla af verkefnastjórnun kostur
 • Áhugi og vilji til að stuðla að öflugri Vestfjörðum
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. Fleiri tungumál eru kostur.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. 

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu í síma: 861-4913 eða netfanginu: sirry@vestfirdir.is