Gervigreind, gagnagrunnar og gleðilegar heimsóknir á haustfundi markaðsstofanna
Dagana 12. og 13. nóvember komu fulltrúar allra markaðsstofa landshlutanna saman á árvissum fundi sem fór að þessu sinni fram í Bjarnarfirði á Ströndum. Markmið haustfundanna er að efla samstarf og horfa sameiginlega til þróunar ferðamála á landsvísu, en í hvert sinn eru síðan sértæk viðfangsefni út frá þeim áskorunum sem tíðarandinn býður upp á. Jafnframt er tækifærið nýtt til vettvangsheimsókna.
Vel var mætt á fundinn en í honum tóku þátt 19 gestir frá markaðsstofunum allsstaðar af landinu, auk fulltrúa frá Ferðamálastofu.
17. nóvember 2025