Fara í efni

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða - Sjúkraliði óskast til starfa á Sjúkradeild á Ísafirði

Störf í boði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar eftir að ráða sjúkraliða í 70-100% starf eða eftir samkomulagi. Ráðið verður frá 1. september 2025 eða eftir samkomulagi.

Hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa rúmlega 270 manns og veitir stofnunin almenna heilbrigðisþjónustu á þremur sviðum; hjúkrunarsviði, heilsugæslusviði og sjúkrasviði, með sjúkrahús á Ísafirði og Patreksfirði.

Í teyminu er lögð rík áhersla á góða samvinnu, góðan starfsanda og að virðing sé borin fyrir samstarfsfólki og skjólstæðingum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Um er að ræða almenn störf sjúkraliða á sjúkradeild. Hér er gott tækifæri fyrir reynslumikinn sjúkraliða sem langar að breyta um umhverfi. Þetta er einnig kjörin staða fyrir þá sem vilja öðlast fjölbreytta reynslu.

Á deildinni starfar öflugur hópur og er þar góður starfsandi sem einkennist af samheldni, vináttu, metnaði og gleði.

Hæfniskröfur

  • Íslenskt sjúkraliðaleyfi

  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi

  • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.

Með umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun.Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim ásamt innsendum gögnum og umsögnum meðmælenda.Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

Starfshlutfall er 70-100%

Umsóknarfrestur er til og með 29.08.2025

Nánari upplýsingar veitir

Þórunn Pálsdóttir, thorunn@hvest.is

Sækja um starf