Fara í efni

Veðurstofa Íslands - Sérfræðingur á sviði ofanflóðahættumats

Störf í boði

Veðurstofa Íslands auglýsir eftir sérfræðingi á sviði ofanflóðahættumats í fullt starf á Úrvinnslu-og rannsóknasviði.

Á sviðinu starfa rúmlega 50 manns við ýmis spennandi þróunar- og rannsóknaverkefni er tengjast veður- og loftslagsrannsóknum, ofanflóðum, jökla-, vatna- og haffræði, jarðskorpuhreyfingum og eldgosum. Veðurstofa Íslands er sömuleiðis leiðandi stofnun í vinnu við áhættumat í tengslum við náttúruvá og er vinna við áhættumat tengdum flóðum, ofanflóðum og eldgosum sífellt stærri hluti af verkefnum sviðsins.

Viðkomandi yrði hluti af öflugu teymi 15 sérfræðinga á fagsviði ofanflóða. Teymið vinnur meðal annars að hættumati, vöktun og rannsókna- og þróunarverkefnum tengdum ofanflóðum. Veðurstofan annast gerð hættumats vegna ofanflóða fyrir þéttbýli og skíðasvæði. Sömuleiðis vinnur stofnunin að úttekt á ofanflóðahættu í dreifbýli og hættumati í tengslum við framkvæmdir og skipulag. Flestir sérfræðingar á fagsviði ofanflóða eru staðsettir á Snjóflóðasetri Veðurstofunnar á Ísafirði sem er æskileg staðsetning starfsins. Snjóflóðasetrið er miðstöð ofanflóðavöktunar með starfsstöð í Vestrahúsinu á Ísafirði þar sem ýmsar aðrar rannsóknarstofnanir eru til húsa.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Sérfræðivinna við gerð ofanflóðahættumats.
 • Miðlun upplýsinga til sveitarfélaga, skipulagsyfirvalda og annarra hagsmunaaðila.
 • Mótun og þátttaka í rannsókna- og þróunarverkefnum tengdum ofanflóðahættu.
 • Verkefnisstjórn tilgreindra verkefna eftir atvikum.
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Háskólapróf og framhaldsmenntun á sviði raunvísinda, verkfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Góð kunnátta í landupplýsingakerfum (LUK) er nauðsynleg
 • Þekking á hættumati tengdu náttúruvá er kostur
 • Þekking og reynsla á notkun líkinda- og tölfræði í starfi er kostur
 • Þekking á jarðtækni er kostur
 • Þekking á íslenskri náttúru og áhugi á viðfangsefninu
 • Góð tölvukunnátta nauðsynleg
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Færni og geta til að miðla niðurstöðum innan teymis og út á við bæði í ræðu og í riti
 • Góð færni í íslensku nauðsynleg
 • Farsæl reynsla í verkefnastjórnun er kostur

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 13.09.2021

Nánari upplýsingar veitir

Jórunn Harðardóttir - jorunn@vedur.is - 5226000
Magni Hreinn Jónsson - magni@vedur.is - 5226000

Smelltu hér til að sækja um starfið