Fara í efni

Umhverfisstofnun - Sérfræðingur í vatnamálum

Störf í boði

Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings í vatnamálum í teymi hafs og vatns. Í boði er krefjandi starf í frjóu umhverfi sérfræðinga þar sem áhersla er lögð á framsýni, samstarf og árangur í þverfaglegri teymisvinnu.

Megin verkefni sérfræðings felast í innleiðingu á verkefnum er tengjast framkvæmd laga um stjórn vatnamála s.s. vatnaáætlun Íslands, þar með talið aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi verkefni tengd verndun vatns t.d. söfnun og úrvinnslu gagna um vatnsgæði, mat á ástandi vatns og álagi á vatnsauðlindina. Í starfinu felst jafnframt að vinna með fjölbreyttum hópi fag- og hagsmunaaðila að málefnum er varðar vatnsvernd sem falla innan starfssviðs Umhverfisstofnunar. Mikil samskipti eru við evrópskar og alþjóðlegar stofnanir.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Framfylgd laga og reglugerða á sviði vatnamála
  • Framkvæmd vatnaáætlunar fyrir Ísland
  • Málefni er varða vatnsgæði og vatnsvernd
  • Málefni er varða mengunarvarnir
  • Gerð leiðbeininga, umsagna, gagnaskil og samstarf við hagsmunaaðila.
  • Erlent og innlent samstarf sem tengist stjórn vatnamála. 

Hæfniskröfur

  • Gerð er krafa um háskólapróf á meistarastigi í raunvísindum sem nýtist í starfi, s.s. líffræði, verkfræði eða umhverfis- og auðlindafræði
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
  • Haldbær þekking á einu Norðurlandamáli
  • Góð samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskiptum
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Starfsaðstaða sérfræðingsins getur verið í Reykjavík, Hellissandi, Patreksfirði, Ísafirði, Akureyri, Mývatni, Egilsstöðum, Hellu eða Vestmannaeyjum; allt eftir búsetu. 

Gagnkvæmur reynslutími er sex mánuðir við ráðningu. Æskilegt er að sérfræðingurinn geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á umhverfisstofnun.is

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 27.09.2021

Nánari upplýsingar veitir

Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir - birnag@umhverfisstofnun.is - 5912000
Þóra Margrét Pálsdóttir Briem - thoram@ust.is - 5912000

Smelltu hér til að sækja um starfið