Nýsköpun og ný tengsl: Kynningarfundur á Vestfjarðastofu
KLAK – Icelandic Startups, Íslandsstofa, Tækniþróunarsjóður og Vísindagarðar HÍ halda opinn kynningarfund á Ísafirði þann 26. janúar í samstarfi við Vestfjarðastofu. Fundurinn hefst klukkan 12 og stendur til kl. 14. Fjögur stutt og hnitmiðuð 15 mínútna erindi verða á dagskrá og síðan tími fyrir spurningar, spjall og tenglsamyndun.
12. janúar 2026