Fara í efni

Starfsmaður í stuðningsþjónustu - Ísafjarðarbær

Störf í boði

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar auglýsir eftir starfsmanni í stuðningsþjónustu. Um er að ræða 30% starf í kvöld- og helgarvinnu með möguleika á auknu starfshlutfalli. Starfið er afar fjölbreytt og gefandi. Það felur í sér félagsleg innlit til einstaklinga á Hlíf ásamt aðstoð við kvöldsnarl og létt heimilisstörf. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni

  • Félagslegur stuðningur
  • Ýmis aðstoð við heimilisstörf skv. vinnuleiðbeiningum
  • Samskipti við þjónustuþega
  • Létt heimilisþrif

Hæfniskröfur

  • Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
  • Samviskusemi og stundvísi
  • Jákvæðni og sveigjanleiki
  • Frumkvæði og þolinmæði
  • Góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (FosVest/VerkVest).

Umsóknarfrestur er til og með 16. maí 2022. Umsóknum skal skilað á netfangið johannakr@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.

Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Maggý Kristjánsdóttir, forstöðumaður stuðningsþjónustu í síma 450-8000 eða í gegnum ofangreint netfang.

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.