Fara í efni

Hampiðjan leitar að starfsfólki í veiðarfæragerð um land allt

Störf í boði

Hampiðjan leitar að starfsfólki í veiðarfæragerð um land allt - fimm starfsstöðvar mögulegar.  Veiðarfæragerð felur í sér hönnun, framleiðslu, viðhald og viðgerðir á ólíkum veiðarfærum. 

Um Hampiðjuna:

Hampiðjan er leiðandi fyrirtæki í heiminum í þróun, sölu og þjónustu á framúrskarandi veiðarfærum til fiskiskipa. Fyrirtækið er jafnframt í fararbroddi í þróun og framleiðslu á ofurköðlum, sem seldir eru víða um heim.

Hampiðjan Ísland rekur fimm starfsstöðvar víðs vegar um landið sem og nýja og glæsilega verslun að Skarfagörðum 4.  

Kostur er að hafa reynslu af veiðarfærum og veiðarfæragerð og möguleiki er á því að Hampiðjan styðji starfsfólk til náms í faginu sé þess óskað.Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir nákvæmni, vönduðum vinnubrögðum og handlagni

Starfsstöðvar: Akureyri, Ísafjörður, Reykjavík, Neskaupstaður og Vestmannaeyjar. 

Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni og uppruna, eru hvattir til að sækja um starfið.  Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni. 

Nánari upplýsingar veitir Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) í síma 511-1225.