Fara í efni

Ertu framhaldsskólanemi og vantar vinnu í sumar?

Störf í boði

Ert þú framhaldsskólanemi og vantar vinnu í sumar?

Starfið: Samgöngustofa leitar að sumarafleysingu í deild skírteina og skráninga með starfsstöð á Ísafirði. Helstu verkefni starfsins eru að taka við beiðnum er varða skipsskírteini, frágangur gagna í skjalakerfi stofnunarinnar og reikningagerð. Einnig felst í starfinu símsvörun og almenn upplýsingagjöf til viðskiptavina. Starfshlutfall er 100%.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Að geta og vilja læra á ný og sérhæfð forrit.
  • Leitað er að einstaklingi sem er fær í mannlegum samskiptum og með ríka þjónustulund.
  • Viðkomandi þarf að vera áreiðanlegur, jákvæður og vandvirkur.

Í boði er spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum uppá góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.

Umsóknarfrestur er til 9. maí 2022.

Hægt er að sækja um starfið rafrænt á www.samgongustofa.is/storf

Nánari upplýsingar veitir Bjarni F. Viggóson, sérfræðingur í skipsskírteinum, í síma 480 6000. Öllum umsóknum skal fylgja starfsferilskrá. Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að umsækjendur skili sakavottorði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Samgöngustofa hvetur öll kyn til að sækja um þessa stöðu.

Hjá Samgöngustofu er lögð áhersla á jákvæðan og skemmtilegan starfsanda, frumkvæði og þátttöku. Samgöngustofa fer með stjórnsýslu samgöngumála og annast eftirlit er varðar flug, siglingar, umferð og öryggiseftirlit með samgöngumannvirkjum og leiðsögu. Á hverjum degi leggjum við áherslu á að stuðla að öruggari samgöngum og sinna viðskiptavinum af kostgæfni. Árangri er náð með öflugum hópi starfsmanna með fjölbreyttan bakgrunn og þekkingu. Frekari upplýsingar um Samgöngustofu er að finna á vef stofnunarinnar www.samgongustofa.is