Fara í efni

Deild­ar­stjóri leik­skóla­deildar Patreks­skóla

Störf í boði

Patreks­skóli auglýsir starf deild­ar­stjóra leik­skóla­deild­ar­innar Klifs laust til umsóknar.

Viltu vera hluti af lifandi, faglegu og skemmtilegu samfélagi? Deildarstjóri leikskóladeildar Patreksskóla óskast til starfa í 100% stöðu. Patreksskóli leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi starfamanni með þekkingu og áhuga á skólastarfi. Patreksskóli vinnur með Uppbyggingarstefnuna að leiðarljósi og einkunnarorð skólans eru jákvæðni, virðing og samvinna.

Meginverkefni og ábyrgð

• Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Vesturbyggðar
• Sér um daglegan rekstur leikskóladeildar í samráði við skólastjóra
• Stjórnar faglegu starfi, gerir áætlanir og stundaskrá fyrir starfsárið og stjórnar öðrum starfsmönnum deildarinnar á hverjum degi
• Situr starfsmannafundi/kennarafundi og tekur þátt í nefndarstarfi ef þess er óskað
• Tekur þátt í samstarfi við grunnskólann og aðrar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskóladeildinni
• Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn skólastjóra
• Skipuleggur forgangsröðun verkefna og langtímamarkmið
• Skipuleggur ásamt skólastjóra starfsumhverfi, tæki og tól sem deildin þarfnast hverju sinni og sér um innkaup
• Vinnur í nánu samstarfi við foreldra / forráðamenn barnanna

Menntunar- og hæfniskröfur

• Leyfi til að nota starfsheitið kennari
• Færni og reynsla af deildarstjórn á leiksskóla er æskileg
• Hæfni og reynsla í stefnumótun, áætlanagerð og þróun leikskólastarfs æskileg
• Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
• Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
• Góð íslenskukunnátta skilyrði
• Hafi yndi af að starfa með börnum

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.

Fáist ekki menntaður kennari eða einstaklingur með aðra uppeldismenntun og eða reynslu, kemur til greina að ráða leiðbeinanda tímabundið.

Umsóknir sendist á Ásdísi Snót Guðmundsdóttur skólastjóra Patreksskóla. asdissnot@vesturbyggd.is