Það verður mikið um dýrðir á stórsýningunni Gullkistan Vestfirðir sem fer fram í íþróttahúsinu Torfnesi á laugardaginn. Sýningin hefst klukkan 12 og mun forseti Íslands, Halla Tómasdóttir ávarpa gesti og opna sýninguna. Á tveimur sviðum í íþróttahúsinu verður heilmikil dagskrá í gangi allt frá opnum og fram til loka sýningarinnar kl.17. Jafnframt verður hliðardagskrá í Menntaskólanum á Ísafirði þar sem áhugaverð erindi verða flutt og meðal framsögumanna þar er fyrrum Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.
Dagskrá á Gullkistunni Vestfirðir
12:00 Blásarasveit TÍ blæs inn hátíðina við inngang íþróttahússins
Svið inn í sal
Kynnir á sýningunni er Gylfi Ólafsson formaður stjórnar Vestfjarðastofu
12:20 Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, ávarpar samkomuna og opnar sýninguna
12:30 Kvennakór Ísafjarðar
13:30 Djassdúó: Halldór Smárason og Smári Alfreðsson
15:00 Djúpmenn: Halldór Smárason, Valdimar Olgeirsson og Kristinn Gauti Einarsson.
16:00 Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson ávarpar samkomuna
16:15 Stórsveit Gosa
Dagskrá á torginu (í anddyri íþróttahússins)
13:00 Skúli Mennski
14:00 Elín Sveins og Halldór Smára
14:15 Andri Freyr
14:30 Ásta
15:30 Sara Signýjar
16:45 Halldór Smárason – útgönguspil á harmonikku
Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar
Erindi í Menntaskólanum á Ísafirði
13:00 Fljúgum hærra - Vestfirðir framtíðar í svæðisskipulagi
Hrafnkell Proppé - skipulagsráðgjafi Úrbana
13:20 Blámi - Vöxtur á Vestfjörðum
Þorsteinn Másson, framkvæmdastjóri Bláma
14:30 Nýsköpun á Vestfjörðum
Dóra Hlín Gísladóttir, framkvæmdastjóri vöruþróunar Kerecis
14:50 The Fjord Hub - saga af hjólafyrirtæki á Ísafirði
Tyler Wacker, framkvæmdastjóri The Fjord Hub
15:10 "Þér eruð að ólöglegum fiskveiðum." Sagan af fyrstu togvíraklippunni í þorskastríðinu við Breta.
Guðni Th. Jóhannesson, Jón Sigurðssonar prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi forseti Íslands