Fara í efni

70. Fjórðungsþing að hausti hefst á morgun

Fréttir Fjórðungssamband Vestfirðinga

70. Fjórðungsþing Vestfirðinga að hausti hefst á morgun í Félagsheimilinu í Hnífsdal og stendur það í tvo daga. Þingið er afmælisþing Fjórðungssambandsins sem stofnað var í nóvember 1949 og er því að fagna 75 ára starfsemi.

Viðfangsefni þingsins samkvæmt samþykkt 70. Fjórðungsþings að vori er að þessu sinni tvíþætt;

A. Efni draga að auglýsingartillögu Svæðisskipulags Vestfjarða 2026-2050 á grunni umsagna um vinnslutillögu

B. Samstarf sveitarfélaga á Vestfjörðum

Dagskrá þingsins er sem hér segir:

Þriðjudagur 16. september

10:00 Skráning

10:30 70. Fjórðungsþing sett að nýju.

Kosning þingforseta og ritara

10:35 Ávarp formanns FV

10:45 Ávörp gesta

  • Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra
  • Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður Norðvesturkjördæmis

11:30 Framlagning þingmála, fyrri umræða

Laun og þóknun til stjórna og nefnda

Ákvörðun um árstillag sveitarfélaganna á næsta starfsári

Fjárhagsáætlun Fjórðungssambands Vestfirðinga

Breytingar á samþykktum

Ályktanir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga

Ályktanir þingfulltrúa

12:15 Hádegisverður

13:00 Umfjöllunarefni þingsins

  1. Efni draga að auglýsingartillögu Svæðisskipulags Vestfjarða 2026-2050 á grunni umsagna um vinnslutillögu og samspil með stöðu og uppbyggingu samgönguinnviða.
  • Lilja Magnúsdóttir, formaður Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða
  • Herdís Sigurgrímsdóttir, sérfræðingur, VSÓ ráðgjöf
  • Smári Ólafsson, sviðstjóri, VSÓ ráðgjöf
  1. Samstarf sveitarfélaga á Vestfjörðum
  • Farsældarráð Vestfjarða - Erna Lea Bergsteinsdóttir, Vestfjarðastofu
  • Velferðarþjónusta Vestfjarða - Margrét Geirsdóttir, Ísafjarðarbæ
  • Móttökuferlar fyrir erlenda íbúa- inngilding, Halla Signý Kristjánsdóttir, Fræðslumiðstöð Vestfjarða
  • Sameiningar sveitarfélaga - tækifæri og ógnanir - Róbert Ragnarsson, ráðgjafi
  • Samstarfsverkefni sveitarfélaga hjá Vestfjarðastofu - Sigríður Ólöf

Kristjánsdóttir, Vestfjarðastofu

16:30 Þinghlé

Heimsóknir á vegum Ísafjarðarbæjar/Vestfjarðastofu

19:30 Kvöldverður

Miðvikudagur 17. september

09:00 Nefndarstörf

10:30 Kaffihlé.

Ávarp formanns Sambands íslenskra sveitafélaga, Jón Björn Hákonarson

11.00 Nefndarstörf halda áfram

12:30 Hádegisverður

13:15 Afgreiðsla ályktana

Kosning formanns innviðanefndar

Breytingar á samþykktum Fjórðungssambands Vestfirðinga

14:45 Önnur mál löglega fram borin.

Þingslit áætluð 15.00

Dagskrá lögð fram með fyrirvara um heimild stjórnar að breyta dagskrá þingsins.