Nýjasta tækni sýnd á Sjávarútvegur 2025
Sýningin Sjávarútvegur 2025 fór fram dagana 10. til 12. september 2025 í Laugardalshöll. Allir helstu birgjar sjávarútvegsins voru staddir á sýningunni þar sem þeir kynntu vörur sínar fyrir sjávarútvegsfyrirtækjunum og var því nóg af flottu dóti að sjá og fræðast um. Atvinnuráðgjafar Vestfjarðastofu, Magnús Þór Bjarnason og Guðrún Anna Finnbogadóttir sóttu sýninguna til að vera með puttana á púlsinum.
15. september 2025