Ferðalag með Z-kynslóðinni – Menntamorgunn ferðaþjónustunnar með metaðsókn
Menntamorgunn ferðaþjónustunnar fór fram í síðustu viku í beinu streymi undir yfirskriftinni „Ferðalag með Z-kynslóðinni“. Fundurinn var liður í fræðsluverkefnum Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, SAF og Markaðsstofa landshlutanna og vakti verulega athygli – nærri 200 þátttakendur fylgdust erindinu. Umfjöllunarefnið sneri að ferðavenjum Z-kynslóðarinnar og þeim breytingum sem koma fram í hegðun og væntingum ungra ferðamanna.
24. nóvember 2025