Fara í efni

Lögfræðingur - starf án staðsetningar

Störf í boði

Lögfræðingar sambandsins koma fram fyrir þess hönd við undirbúning lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla sem varða sveitarfélögin og vinna að upplýsingagjöf, ráðgjöf og fræðslu til sveitarfélaga. Lögfræðingurinn mun starfa ásamt öðrum lögfræðingum og sérfræðingum sviðsins að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem geta meðal annars varðað málefni félagsþjónustu, húsnæðismál og skipulags- og byggingamál, ásamt almennri aðstoð við sveitarfélög um túlkun laga og reglna sem varða starfsemi sveitarfélaga.

Hæfniskröfur
Gerð er krafa um embættispróf í lögfræði eða meistarapróf í lögum, ásamt góðri þekkingu á stjórnsýslurétti. Reynsla af störfum á þeim málefnasviðum sem að ofan greinir er kostur, ásamt þekkingu og áhuga á málefnum sveitarfélaga. Gott vald á íslensku máli í ræðu og riti og hæfni í framsetningu upplýsinga er skilyrði. Góð kunnátta í a.m.k. einu öðru Norðurlandamáli og ensku er æskileg, sem og góð tölvuþekking, bæði til öflunar og úrvinnslu upplýsinga.

Leitað er að hæfum einstaklingi sem hefur til að bera frumkvæði, sjálfstæði, þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum og forystu- og skipulagshæfileika. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

Starfsaðstaða
Föst starfsaðstaða getur verið utan höfuðborgarsvæðisins, að þeirri forsendu uppfylltri að mögulegt verði að tryggja fullnægjandi starfsaðstöðu nærri heimili umsækjanda en einnig á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík.

Ráðningartími
Gert er ráð fyrir að ráðið verði í starfið til eins árs. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs, netfang: gudjon.bragason@samband.is, eða Valur Rafn Halldórsson sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs, netfang: valur@samband.is eða í síma 515-4900.

Umsóknarfrestur til 8. nóvember
Umsóknir, merktar Umsókn um starf lögfræðings á lögfræði- og velferðarsviði, berist eigi síðar en mánudaginn 8. nóvember nk. til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík, eða í tölvupósti til samband@samband.is.

Vinnustaðurinn
Samband íslenskra sveitarfélaga er framsækinn vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, samheldinn starfsmannahóp og skapar starfsmönnum gott svigrúm til starfsþróunar.

Nánar hér

Vestfjarðastofa vekur athygli á fjölda nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðva á Vestfjörðum og finna má á mælaborði Byggðastofnunar