Vinnustofa um húsnæðis- og skipulagsmál
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið bauð til vinnustofu fimmtudaginn 4. desember síðastliðinn og tók Magnús Bjarnason þátt í henni fyrir hönd Vestfjarðastofu. Vinnustofan sem fram fór á Fosshóteli við Þórunnartún var hluti af undirbúningi ríkisins við vinnslu aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Viðburðurinn var sóttur af aðilum sem koma að húsnæðismálum á einhverju stigi; kjörnir fulltrúar, starfsmenn opinbera stofnana, bygginga- og þjónustuaðilar. Markmiðið var að ná breiðu viðhorfi og samráði til húsnæðismála, sem svo verða nýtt við vinnslu aðgerðarpakkans.
10. desember 2025