Fara í efni

Leikstjórastjóri - Grænigarður á Flateyri

Störf í boði

Laust er til umsóknar starf leikskólastjóra í leikskólanum Grænagarði á Flateyri. Starfshlutfallið er 100% og er æskilegast að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs með möguleika á framlengingu. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs.

Leikskólinn Grænigarður er staðsettur í fallegu umhverfi þar sem stutt er í allt, fjöruna, fjöllin, hvítu ströndina og sveitasæluna. Grænigarður leggur áherslu á jákvætt starfsumhverfi, gleði og kærleika. Áhersla er einnig lögð á gott samstarf við foreldra, hreyfingu, útiveru og frjálsan leik.

Starfssvið:

  • Að veita leikskólanum faglega forystu á sviði uppeldis og kennslu
  • Að leiða samstarf starfsmanna, heimila og leikskólans
  • Að stýra leikskólanum og bera ábyrgð á daglegri starfsemi, fagstarfi, starfsmannamálum, fjárhagsáætlunum og rekstri

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf leikskólakennara
  • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leikskólastigi
  • Lipurð og færni í samskiptum
  • Faglegur metnaður og hugmyndaauðgi
  • Gott frumkvæði, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar
  • Góð íslenskukunnáttu
  • Hæfni til að miðla upplýsingum bæði í mæltu máli og rituðu

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda leikskóla.

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2021. Umsóknir skal senda til Baldurs Inga Jónassonar mannauðsstjóra í netfangið baldurjo@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja kynningarbréf þar sem í stuttu og kjarnyrtu máli er gert grein fyrir kostum umsækjanda sem nýtast í starfi, ferilskrá og afrit af prófskírteini / prófskírteinum. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs hafdisgu@isafjordur.is eða í síma 450-8000.