Fara í efni

Kerecis – Starfsmaður í gæðadeild

Störf í boði

Kerecis óskar eftir metnaðarfullum starfsmanni í gæðadeild. Um er að ræða sumarstarf með möguleika á framlengingu. Starfsmaður mun vinna náið með gæðastjóra við að stýra og þróa gæðakerfi Kerecis.
Starfsmaður mun koma að innri úttektum, skráningu og vinnslu úrbóta og fyrirbyggjandi aðgerða, skjalastjórnun, ásamt öðrum verkefnum í gæðadeild.

Hæfniskröfur: 

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Mjög góð enskukunnátta
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

Starfið er á starfsstöð Kerecis á Ísafirði. Umsóknir sendist á: hr@kerecis.com.