Ísafjarðarbær auglýsir eftir verkefnastjóra á Flateyri. Hlutverk verkefnastjóra er að leiða nýsköpunar- og þróunarverkefni á Flateyri, í samstarfi við verkefnisstjórn á grundvelli samnings milli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðarstofu. Verkefnisstjóri heyrir undir bæjarstjóra og mun vinna náið með Vestfjarðarstofu, verkefnisstjórn og hverfisráði Flateyrar.
Um er að ræða 100% starf til loka júnímánaðar 2024. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf á komandi vormánuðum eða eftir nánara samkomulagi. Starfsstöðvar verkefnisstjóra eru bæði á Flateyri og Ísafirði.
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun æskileg
- Reynsla af ráðgjöf, fjárfestingum eða atvinnuþróun æskileg
- Haldbær starfsreynsla og reynsla af verkefnastjórnun æskileg
- Þekking, skilningur og reynsla af byggðamálum mikilvæg
- Reynsla af rekstri kostur
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð nauðsynleg
- Jákvæðni, samstarfsfærni og þjónustulund eru mikilvægir eiginleikar
Helstu verkefni:
- Fylgja eftir ákvörðunum verkefnastjórnar
- Umsjón með úthlutunum úr Þróunarsjóði Flateyrar í samvinnu við Vestfjarðastofu
- Hafa frumkvæði að nýsköpun á svæðinu
- Upplýsingamiðlun og skýrslugerð til íbúa og samstarfaðila
- Eftirfylgni með aðgerðum skilgreindum af starfshópi í kjölfar snjóflóðanna 2020
- Íbúafundir og þátttaka í samfélagsverkefnum í sveitarfélaginu
- Styðja þróun tækifæra til atvinnuskapandi fjárfestinga í Ísafjarðarbæ
- Vera íbúum og frumkvöðlum til ráðgjafar í nýsköpunar og samfélagsverkefnum
- Samstarf við hverfisráð Ísafjarðarbæjar
- Önnur verkefni sem bæjarstjóri felur honum
Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 30. mars 2023. Umsóknir skal senda til Baldurs Inga Jónassonar mannauðsstjóra í netfangið baldurjo@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja kynningarbréf þar sem í stuttu og kjarnyrtu máli er gert grein fyrir kostum umsækjanda sem nýtast í starfi, ferilskrá og afrit af prófskírteini / prófskírteinum. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Allar nánari upplýsingar veitir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri arnalara@isafjordur.is eða í síma 450-8000.