Fara í efni

Morgunfundur ferðaþjóna á norðanverðum Vestfjörðum

Fréttir Markaðsstofa Vestfjarða

Miðvikudaginn 27. febrúar kl. 8:30 verður morgunfundur ferðaþjónustuaðila á svæðinu, fundurinn verður á Hótel Ísafirði. Fulltrúi Umhverfisstofnunar, Kristín Ósk, mun á þeim fundi fara yfir nýsamþykkta stjórnunar- og verndaráætlun um friðlandið á Hornströndum.

Kristín mun flytja erindi um áætlunina og síðan verður tækifæri til spurninga og spjalls.