Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019- hægt að senda tillögur að áhersluverkefnum
Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019 er sértæk byggðaáætlun fyrir Vestfirði en það verkefni er hluti af Sóknaráætlun landshlutaanna. Markmið Sóknaráætlunar landshlutanna er að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans og landsins alls. Markmiðið er jafnframt að einfalda samskipti ríkis og sveitarfélaga og tryggja gagnsæi við úthlutun og umsýslu opinberra fjármuna. Samningur um Sóknaráætlun Vestfjarða var undirritaður 10. febrúar 2015. Vestfjarðastofa heldur utan um verkefnið fyrir sveitarfélögin á Vestfjörðum.
21. nóvember 2018