Fara í efni

Hafsjór af hugmyndum - HG

Fréttir Verkefni Hafsjór af hugmyndum

Hraðfrystihúsið Gunnvör er stærsta útgerðarfélagið á Vestfjörðum og er með vinnslu í Hnífsdal og í Súðavík. Fyrirtækið hefur ávalt verið í fararbroddi í meðferð afla um borð í skipum sínum og verið frumkvöðull á því sviði.

Sjómennskan er krefjandi starf en bættur aðbúnaður um borð hefur breytt miklu og þó stundum sé bræla þá bæta góðu dagarnir þegar vel veiðist það algerlega upp. Starfið er fjölbreytt þar sem alltaf eru nýjar áskoranir um borð.

HG hefur starfað í nær 80 ár og hefur ávallt haft að leiðarljósi að hámarka gæði og verðmæti þess afla sem unninn er.  Skuttogarinn Páll Pálsson var hannaður og smíðaður sérstaklega til að minnka orkunotkun, bæta meðferð hráefnis, kælingu og að nýta allar aukaafurðir.

Fyrirtækið hefur auk þess stundað eldi frá árinu 2001 við Ísafjarðardjúp á þorski, regnbogasilungi og laxi og rekur landeldisstöð á Nauteyri þar sem framleidd eru seiði.  Miðstöð fiskeldis hjá HG er í Súðavík og hefur fyrirtækið áform um að auka laxeldi í sjó til muna í Ísafjarðardjúpi.

Einn af lykilþáttunum í velgengni HG er fjöldi góðra þjónustufyrirtækja á svæðinu sem sjá um viðhald, viðgerðir og aðra þjónustu og lítið þarf að leita út fyrir svæðið.

HG horfir til framtíðar og einn liður í því er að hvetja til enn meiri nýsköpunar með samstarfi í Sjávarútvegsklasa Vestfjarða og keppninni Hafsjó af hugmyndum.

Hér má sjá kynningarmyndband HG: https://www.youtube.com/watch?v=E_DQcASZXw8

Hér er hægt að kynna sér verkefnið nánar: https://www.vestfirdir.is/is/verkefni/hafsjor-af-hugmyndum

Verkefnið fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði sem hluti af Sóknaráætlun og er unnið í samstarfi við Vestfjarðastofu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.