Fara í efni

Vinnustofur vegna Hringvegs 2

Nú er komið að því !

Vinnustofurnar fyrir Hringveg 2 verða 3-5 september nk. og viljum við hvetja alla sem geta til að mæta og taka þátt í vinnunni.

Vinnustofunum verður stjórnað af breskum sérfræðingum frá ráðgjafafyrirtækinu Blue Sail, sem eru að vinna með okkur að hönnun Hringvegs 2. Þau munu deila með okkur sinni þekkingu en einnig safna saman ykkar hugmyndum um hvernig við eigum að hanna og kynna ferðamannaleiðina. 

Haldnar verða þrjár vinnustofu,

  • 3 september í húsnæði Vestfjarðastofu í Vestrahúsinu á Ísafirði
  • 4 september í Félagsheimilinu Patreksfirði
  • 5 september í Félagsheimilinu Tjarnarlundi í Saurbæ 

Tímasetning er 16:00-19:00 (mæting 15:45 í smá kaffi og köku)

Mikilvægt er að skrá sig en skráning fer fram á vestfirdir.is/hringvegur2

Frekari upplýsingar gefur Magnea Garðarsdóttir magnea@vestfirdir.is