Fara í efni

Verkís — Framkvæmdaeftirlit

Störf í boði

Vð óskum eftir byggingafræðingi, - tæknifræðingi eða -verkfræðingi í framkvæmdaeftirlit. Starfið felur í sér eftirlit með fjölbreyttum framkvæmdaverkefnum s.s. samgöngumannvirkjum og húsbyggingum. Starfsstöð getur verið á Ísafirði, Borgarnesi, Akranesi eða í Reykjavík.

Við höfum áhuga á jákvæðum einstaklingum með góða samskipta- og skipulagshæfni sem sýna metnað, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Byggingafræðingur, -tæknifræðingur, -verkfræðingur
  • Reynsla af eftirliti eða hönnun í mannvirkjagerð er kostur
  • Gott vald á íslensku og ensku
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Nánari upplýsingar veita Áslaug Ósk Alfreðsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum, aoa@verkis.is og Guðrún Jóna Jónsdóttir sviðsstjóri Starfsstöðvasviðs, gjj@verkis.is

Umsóknarfrestur er til og með 6. maí 2024

Verkís er með útibú í öllum landshlutum og samtals 11 starfsstöðvar á landsbyggðinni. Það er metnaður Verkís að veita staðbundna þjónustu sem víðast á landinu. Tæknifólk okkar á landsbyggðinni sinnir margvíslegum verkefnum og því til viðbótar eru aðrir sérfræðingar Verkís sem koma að sértækari verkefnum og þjónustuframboðið því afar breitt.

Sækja um