Fara í efni

Sterkar Strandir

Sterkar Strandir
Sterkar Strandir er byggðaþróunarverkefni í Strandabyggð sem rekið er undir merkjum "Brothættra byggða" og hefur það meginmarkmið að stöðva viðvarandi fólksfækkun. 

Brothættar byggðir er ein af aðgerðum Byggðaáætlunar 2020-2024 og er sértækt verkfæri Byggðastofnunar til að aðstoða byggðarlög sem standa höllum fæti. Verkefnið er ætlað byggðarlögum sem glímt hafa við viðvarandi fólksfækkun, fækkun atvinnutækifæra og það að atvinnulíf og þjónusta hafa veikst.  Verkefnið er samstarfsverkefni heimamanna, Strandabyggðar, Byggðastofnunar og Vestfjarðastofu og er verkefnisstjórn skipuð fulltrúum þessara aðila. 

Nú er auglýst eftir umsóknum um styrki. 

Sótt er um á vef Vestfjarðastofu, hér.

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum við verkefnið Sterkar Strandir

Um er að ræða fimmtu og síðustu úthlutun í verkefninu, en verkefnið er hluti af byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir í Strandabyggð.

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þann 26. febrúar 2024.

Verkefnum sem verða styrkt að þessu sinni þarf að vera lokið í síðasta lagi 31. desember 2024, og eru umsækjendur beðnir um að hafa það að sérstöku leiðarljósi við gerð umsókna. Til úthlutunar að þessu sinni eru 16.500.000 kr.

Umsóknir þurfa að styðja meginmarkmið Sterkra Stranda. Þau eru eftirfarandi:

  • Sterkir innviðir og öflug þjónusta
  • Stígandi í atvinnulífi
  • Stolt og sjálfbært samfélag


Á vefsíðum Byggðastofnunar og Vestfjarðastofu má finna nánari reglur um styrkveitingar og markmiðaskjal verkefnisins. Á vef Vestfjarðarstofu, undir verkefninu Sterkar Strandir, má finna umsóknareyðublaðið og þar er sótt um. Athugið að einungis er hægt að sækja um á netinu.

Ekki er krafist mótframlags frá umsækjanda. Samstarf aðila sem að jafnaði starfa ekki saman styrkir umsóknina.

Umsækjendur eru hvattir til að lesa leiðbeiningar og leita sér aðstoðar hjá verkefnisstjóra. Vönduð umsókn sem styður við framtíðarsýn og meginmarkmið verkefnisins er líklegri til árangurs. Íbúar eru hvattir til að fylgjast með framgangi verkefnisins á netmiðlum, til að mynda á vef Vestfjarðastofu og á Facebooksíðu Sterkra Stranda.

Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Sigurður Líndal verkefnisstjóri í síma 611-4698 eða á netfanginu sigurdurl@vestfirdir.is

Á vef Byggðastofnunar eru nánari reglur um styrkveitingar. Athugið að ekki er krafist mótframlags frá umsækjanda. Það styrkir umsókn ef verkefnið laðar fram fjármuni og krafta aðstandenda verkefnisins og samstarfsaðila. Samstarf aðila sem að jafnaði starfa ekki saman styrkir umsóknina. Umsækjendur er hvattir til að lesa ofangreindar leiðbeiningar og leita sér aðstoðar hjá verkefnisstjóra. Vönduð umsókn sem styður við framtíðarsýn og meginmarkmið verkefnisins er líklegri til árangurs.

Nauðsynlegt ítarefni til aflestrar fyrir umsækjendur: Framtíðarsýn og markmið og Samantekt íbúaþings.

Lokaskýrslum verkefna sem fengu styrk árið 2022 skal skila hér.

Lokaskýrslum verkefna sem fengu styrk árið 2023 skal skila hér.

Lokaskýrslum verkefna sem fengu styrk árið 2024 skal skila hér.