Fara í efni

Styrkveitingar Áfram Árneshreppur 2023

6 verkefni hlutu styrkvilyrði þegar veitt var úr sjóðnum Áfram Árneshreppur! á dögunum. Heildarupphæð styrkveitinga var 10.600.000 kr.

Auglýst var eftir styrkumsóknum í byggðaþróunarverkefnið Áfram Árneshreppur í janúar 2023. Alls bárust alls 9 umsóknir um styrki, en heildarfjárhæð styrkumsókna nam 30.980.000 kr.
Umsóknir voru metnar með tilliti til níu mismunandi viðmiðunarþátta:
• Að verkefnið falli vel að skilaboðum íbúaþings og stefnumótun verkefnisins.
• Útkoma nýtist sem flestum íbúum Árneshrepps.
• Að verkefnið trufli ekki samkeppni á þjónustusvæði.
• Leiði til atvinnusköpunar, helst á heilsársgrundvelli.
• Sé líklegt til árangurs og þekking og/eða reynsla sé til staðar.
• Að markaðslegar og/eða rekstrarlegar forsendur séu trúverðugar.
• Áhrifa gæti fyrst og fremst í samfélaginu í Árneshreppi.
• Hvetji til samstarfs og samstöðu.
• Að styrkveiting hafi mikil áhrif á framgang verkefnis.
Enn fremur er gengið úr skugga um að styrkhæfni verkefna sé í samræmi við reglur Byggðastofnunar um styrki í Brothættum byggðum.

Eftirfarandi verkefni hlutu styrkvilyrði. Reiknað er með því að verkefnin komi til framkvæmda á árinu 2023.

Bergistangi ehf - Bergistangi - Styrkvilyrði: 1.000.000 kr.
Innrétting á gistirými í Norðurfirði. 

Baskasetur Íslands - Baskasetur - Styrkvilyrði: 1.000.000 kr. 
Uppbygging á Baskasetri í Djúpavík.

Tyler Wacker -  Hjólreiðar - Styrkvilyrði: 200.000 kr.
Markaðssetning á hjólreiðaferð í Árneshreppi.

Lynnee Jacks - Backcountry Ski - Styrkvilyrði 200.000 kr. 
Heimildamynd um skíðaferð í Árneshreppi.

Óstofnað félag - Kjötvinnsla - Styrkvilyrði: 7.200.000 kr.
Stofnun og uppbygging félags um afurðavinnslu í Árneshreppi.

Davíð Már Bjarnason - Litla-Ávík - Styrkvilyrði: 1.000.000 kr. 
Tækjakaup til búrekstrar í Litlu-Ávík.