Fara í efni

Vélsmiðjan Þrymur — Vélaviðgerðir og þjónusta

Störf í boði

Þrymur hf Vélsmiðja: Vélaviðgerðir og þjónusta

Vélsmiðjan Þrymur hf á Ísafirði leitar að drífandi einstaklingum til starfa við viðgerðir og þjónustu á starfsstöð okkar á Ísafirði. Starfið felur í sér fjölbreytta vinnu hjá viðskiptavinum okkar á Vestfjörðum.

Helstu viðfangsefni okkar eru þjónusta á vélbúnaði tengdum sjávarútvegi og öðrum iðnaði. Starfið krefst góðra samskipta við viðskiptavini og færni til að vinna í hóp. Í boði eru krefjandi störf í skemmtilegu vinnuumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Góð reynsla og skilningur á vélaviðgerðum.
  • Sjálfstæð og fagleg vinnubrögð.
  • Hafa ríka þjónustulund og geta tekið ábyrgð á verkefnum.
  • Góð kunnátta í íslensku og/eða ensku.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun í vélvirkjun, bifreiðavirkjun eða sambærilegri menntun.
  • Almenn ökuréttindi.
  • Hvetjum líka ófaglærða aðila með mikla reynsla í sambærilegum vélaviðgerðum að sækja um starfið.

 

Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um.

Nánari upplýsingar

Almennar upplýsingar um starfið og starfsemina veitir Högni Gunnar Pétursson sími 848 2055. Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á Jakob Tryggvason jakob@thrymur.is, sími 861–8997.

Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2024. Öllum umsóknum verður svarað.