Ný samgönguáætlun boðar miklar samgöngubætur á Vestfjörðum
Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, kynnti samgönguáætlun til ársins 2040 á blaðamannafundi í dag þar sem hann kynnti jafnframt aðgerðaáætlun til fimm ára. Meðal þess sem kom fram var breitt forgangsröðun jarðgangaframkvæmda. Fljótagöng, milli Siglufjarðar og Stafár í Fljótum, eru sett í fyrsta sæti en á hæla þeirra í 2-3 sæti má finna Súðavíkurgöng og Fjarðargöng á Austfjörðum. Fjórðu og síðustu göngin sem rata á lista yfir göng í forgangi eru þau undir Miklidal og Hálfdán sem myndu þá tengja byggðakjarnana þrjá í Vesturbyggð: Patreksfjörð, Tálknafjörð og Bíldudal.
03. desember 2025